Leturstærð: 

HÍ semur við Nepal

Þriðjudaginn 18. september skrifaði Háskóli Íslands undir samning við Nepal hugbúnað um kaup þess fyrrnefnda á hugbúnaðarlausn sem ber nafnið eMission. Samningurinn, sem er til fimm ára, tryggir Háskólanum að auki allar þær uppfærslur sem verða á hugbúnaðinum á samningstímanum.

 

Á myndinni eru Harpa Pálmadóttir, fræðslustjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Nepal við undirritun samningsins.

 

Forritið eMission er í grunninn upptökuhugbúnaður sem miðlar kennslustundum til nemenda. Hugbúnaður keyrir á tölvum kennaranna og tekur upp allt það sem kennarinn segir og gerir á skjánum meðan á kennslustund stendur. Að kennslustund lokinni sendir hugbúnaðurinn upptökuna beint yfir í kennsluvef viðkomandi skóla. Upptakan er þá strax aðgengileg nemendum til afspilunar.

 

eMission er í grunninn upptökuhugbúnaður  sem miðlar kennslustundum til nemenda, hvort heldur er í beinni útsendingu eða til afspilunar að þeim loknum.
Skjáir kennara, ýmist með aðstoð skjávarpa eða gagnvirkra taflna, gegna í auknu mæli hlutverki tússtöflunnar í kennslustofum. Annar hlutiinn af eMission lausninni er hugbúnaður sem keyrir á tölvum kennaranna og tekur upp skjái þeirra og rödd meðan á kennslustundum eða fyrirlestrrum stendur. Að lokinni kennslustund sendir þessi hugbúnaður upptökuna sjálfkrafa yfir netið til hins hluta eMission lausnarinna sem er miðlægur hugbúnaður. Sá hluti sér um að gera upptökuna aðgengilega nemendum til afspilunar eftir þeim leiðum sem nemandinn kýs. Nemandinn getur m.a. valið um að horfa á hvaða kennslustund sem er úr eigin tölvu þegar honum hentar auk þess sem hann getur fengið kennslustundirnar sjálfkrafa í iPod-inn sinn með svokallaðri Podcast tækni ef hann þess óskar.


Auk Háskóla Íslands hefur Háskólinn á Bifröst og Kennaraháskólinn einnig fest kaup á eMission.

 


Til baka


aftur í yfirlit

Nepal hugbúnaður ehf.
Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes
Sími 430 2200
Póstur nepal@nepal.is
Finna laus lén
Að sækja um lén
Óska eftir tilboði
Aðstoð við þarfagreiningu

Leikskólinn Krílakot


Handverk og hönnun


stykkishólmur.is


Stéttarfélag Vesturlands