Tæknilegar upplýsingar
Nepal vefumsjón - tæknilegar upplýsingar
Nepal vefumsjón 3.0 keyrir á klasa af Microsoft Windows 2003 þjónum sem hver um sig gegnir ákveðnu hlutverki í keyrslu kerfisins. Kerfið er tengt Microsoft SQL 2000 gagnagrunni og eru öll gögn geymd á 16 bita Unicode sniði.
Öll gögn kerfisins eru afrituð daglega og SQL 2000 grunnar tvisvar á dag.
Nepal vefumsjón og þeir vefir sem á því keyra eru tengdir við IP net Landssímans með ljósleiðara.
Kröfur um endabúnað
Til að geta unnið í Nepal vefumsjón 3.0 þarf
- Internet Explorer 6.0
- Windows 98/Me/2000/XP
Mælt er með að tölvan sé a.m.k 300 MHZ með að lágmarki 64 MB í vinnsluminni
|